FLANERÍ

Flanerí eru hljóðgöngur um sögu og samtíma í hlaðvarpsformi. Hver hljóðganga, eða Flanerí, er um hálftíma löng og fer fram á ákveðnu svæði.

Hlustendur hlaða göngunni niður í símann sinn eins og hverju öðru hlaðvarpi og fara svo í gönguna þegar þeim hentar.

Í göngunni upplifa hlustendur liðna sögu og samtíma í persónulegum hljóðheimi sem varpar nýju ljósi á það umhverfi sem gengið er í.  Frásagnir, viðtöl, umhverfishljóð, staðreyndir og skáldskapur sveipa umhverfið nýjum blæ og fara með hlustendur í ferðalag á kunnuglegar en jafnframt framandi slóðir.

Sjá meira og nálgast göngur á https://www.flaneri.is/

Previous
Previous

Acting for others

Next
Next

Mix and max